Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Grímur Atla - Sonic Youth og CCR

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Grímur Atla - Sonic Youth og CCR

28.05.2021 - 17:46

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann mætir með uppáhalds Rokkplötuna klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. 

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er fyrsta plata Creedence Clearwater Revival sem er samnefnd hljómsveitinni. Hún kom út þennan dag fyrir 53 árum eða árið 1968 auk þess sem John Fogerty leiðtogi sveitarinnar á afmæli í dag, hann er 76 ára. Hann var 22 ára þegar þessi fyrsta plata Creedence kom út. 

Creedence Clearwater Revival hét upphaflega The Golliwogs og Golliwogs var búin að gefa út slatta af lögum á sjöunda áratugnum áður en nafninu var breytt í Creedence Clearwater Revival og fyrsta stóra platan kom út. 

Árið 1967 keypti Saul nokkur Zaentz plötufyrirtækið Fantasy Records sem hafði gefið út allar litlu plöturnar með Golliwogs. Hann hafði trú á hljómsveitinni og bauð strákunum að taka upp og gefa út stóra plötu ef þeir myndu breyta nafni hljómsveitarinnar. Það var þá sem þeir tóku upp nafnið Creedence Clearwater Revival. 

Við þessa breytingu tók John Fogerty eiginlega við stjórn hljómsveitarinnar. Hann samdi öll lögin, hann söng og hann stjórnaði upptökunum, en í Golliwogs hafði Tom bróðir hans verið söngvarinn. 

Platan náði 52. sæti bandaríska vinsældalistans á sínum tíma, seldist þokkalega en gagnrýnendur voru þeim ekki mjög hliðhollir. Í dómi í Rolling Stone segir gagnrýnandi að eini ljósi punkturinn í hljómsveitinni sé John Fogerty. Hann sé yfir meðallagi söngvari og þokkalegur gítarleikari en þar með sé það upptalið. Trommarinn er mónótónískur, bassalínurnar lítið spennandi og ryþmagítarinn heyrist varla. Í seinni tíð hafa dómar verið aðeins jákvæðari þó svo flestir séu sammála um að lagasmíðar Fogerty´s áttu eftir að vrða mun betri á plötunum sem fylgdu í kjölfarið, en John Fogerty samdi næstum öll lögin á öllum sjö plötum Creedence Clearwater Revival. 

Lagalistinn:
Agent Fresco - Dark water
Hylur - Break stuff
Blackberry Smoke - All rise again
Vintage Caravan - Torn in two
Patti Smith - Rock´n roll nigger
VINUR ÞÁTTARINS
Keef Hartley Band - Think it over
Metallica - Until it sleeps
SÍMATÍMI
CCR - I put a spell on you (plata þáttarins)
W.A.S.P. - Wild child (óskalag)
AC/DC - What do you do for the money honey
Led By a Lion - Gimme love
Leningrad Cowboys - You´re my heart You´re my soul
Rory Gallagher - Seventh son of 7th son
Foghat - I just want to make love to you (óskalag)
Styx - Crash of the crown
CCR - The working man (plata þáttarins)
GESTUR FUZZ - GRÍMUR ATLASON
Stranglers - Hanging around
GRÍMUR II
Sonic Youth - Silver rocket
GRÍMUR III
Sonic Youth - Kissability
Lindemann - Praise abort (óskalag)
CCR - Suzie Q (plata þáttarins)

 

Tengdar fréttir

Popptónlist

Ólöf Erla - Deftones og Muse

Popptónlist

Ragnar Þór - Pink Floyd og Neil Young

Popptónlist

Eva Ásrún - Eicosa og Nirvana

Popptónlist

Jón Óskar - Bowie og The Who