Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Armenskir hermenn teknir af Aserum

28.05.2021 - 04:42
epa08731944 A still image taken from a a handout video footage made available 09 October 2020 by the Azebaijani Defence Ministry on its official website shows Azeri servicemen with an Azerbaijani flag in Jabrayil district in Azerbaijan after the Azerbaijani Army took it under control. Armed clashes erupted on 27 September 2020 in the simmering territorial conflict between Azerbaijan and Armenia over the Nagorno-Karabakh territory along the contact line of the self-proclaimed Nagorno-Karabakh Republic (also known as Artsakh).  EPA-EFE/AZERBAIJAN DEFENCE MINISTRY /  HANDOUT BEST QUALITY AVAILABLE/HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Aserskir hermenn. Mynd: EPA-EFE - AZERBAIJAN DEFENCE MINISTRY
Sex armenskir hermenn voru handteknir við landamærin að Aserbaísjan í gær. Varnarmálaráðuneyti Aserbaísjans greindi frá þessu og segir hermennina hafa reynt að komast yfir á aserskt landsvæði í Kelbajar.

Ráðuneytið segir jafnframt að armensku hermennirnir hafi verið að ryena að leggja sprengjur á flutningsleiðum í átt að aserskum herstöðvum. Þeir voru umkringdir, afvopnaðir og teknir höndum, segir loks í yfirlýsingu ráðuneytisins. 

Armenar segja hins vegar að hermennirnir hafi verið við uppbyggingastörf við landamærin. Unnið sé að því að fá þá leysta úr haldi. Nikol Pashinyan, starfandi forsætisráðherra Armeníu, kallaði jafnframt eftir því að alþjóðasamfélagið sendi eftirlitssveit að landamærum ríkjanna. Mikil spenna hefur ríkt þar undanfarið og má litlu muna að upp úr rjúki líkt og fyrir nokkrum mánuðum, hefur Al Jazeera eftir honum. Rússar miðluðu málum eftir sex vikna átök, og samþykktu ríkin undirritun vopnahlés, sem stendur nú völtum fótum.