Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Ernst & Young rannsaka Init og reiknistofu

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Vilhjálmur Þór Guðmun - RÚV
Reiknistofa lífeyrissjóðanna hefur samið við endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young um að gera óháða úttekt á viðskiptum Init við Reiknistofuna. 

Í Kveik í apríl var meðal annars sagt frá háum greiðslum til Init sem rekur tölvukerfi Reiknistofunnar og greiða stéttarfélög eins og Efling tugi milljóna á ári í skráningarþjónustu iðgjalda. Í kjölfar þessa ákvað Reiknistofan sem er í eigu tíu lífeyrissjóða að láta gera óháða úttekt og hafa nú samið við Ernst & Young. Úttektin verður gerð opinber væntanlega í sumar. Stjórn Eflingar er óánægð með valið á Ernst & Young og segir í ályktun að verið sé að kaupa sýndarrannsókn sem sé augljós kattarþvottur.