Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu

26.05.2021 - 06:55
Erlent · Ítalía · Evrópa
epa09223876 A handout photo made available by Italian Fire and Rescue Service shows Rescuers at work at the area of the cable car accident, near Lake Maggiore, northern Italy, 23 May 2021. The cable car that connects Stresa with Mottarone has crashed, claiming 14 lives, according to the latest toll. The accident has been caused by the failure of a rope, in the highest part of the route which, starting from Lake Maggiore reaches an altitude of 1,491 meters.  EPA-EFE/ITALIAN FIRE AND RESCUE SERVICE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - ITALIAN FIRE AND RESCUE SERVICE
Þrír menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsóknina á kláfferjuslysinu í norðanverðri Ítalíu á sunnudaginn, þar sem fjórtán létu lífið. Frá þessu er greint í ítalska blaðinu La Stampa. Samkvæmt frétt blaðsins er forstjóri fyrirtækisins sem rekur kláfinn á meðal hinna handteknu, auk rekstrarstjóra og verkfræðings. Ákæruefnin eru nokkur, þar á meðal manndráp af gáleysi.

Hermt er að saksóknari telji að átt hafi verið við neyðarhemil kláfsins, með vitund og vilja þremenninganna, til að koma í veg fyrir seinkanir á ferðum hans. Þetta hafi leitt til þess að hemillinn virkaði ekki sem skyldi þegar á reyndi.

Slysið varð þegar dráttarkapall slitnaði og kláfurinn rann stjórnlaust niður eftir burðarkapli, skall á stálmastri og hrapaði til jarðar. Fimmtán voru í kláfnum þegar þetta gerðist en aðeins einn, fimm ára drengur komst lífs af.