Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Óttast hungursneyð í Tigray-héraði

26.05.2021 - 05:50
epa08858053 Ethiopian refugees from Tigray region wait in line to receive aid at the Um Rakuba refugee camp, the same camp that hosted Ethiopian refugees during the famine in the 1980s, some 80 kilometres from the Ethiopian-Sudan border in Sudan, 30 November 2020 (issued 02 December 2020). According to World Food Programme on 02 December, about 12,000 Ethiopian refugees from Tigray are accommodated in the Um Rakuba camp as over 40,000 Ethiopian refugees fled to Sudan since the start of fights in the northern Tigray region of Ethiopia. Ethiopia's military intervention   comes after Tigray People's Liberation Front (TPLF) forces allegedly attacked an army base on 03 November 2020 sparking weeks of unrest. According to reports on 02 December 2020, UN reached an agreement with Ethiopian government to provide aid for the Tigray region of Ethiopia.  EPA-EFE/ALA KHEIR
Tugir þúsunda hafa flúið óöldina í Tigray-héraði yfir landamærin til Súdans Mynd: epa
Sameinuðu þjóðirnar vara við yfirvofandi hungursneyð í Tigray-héraði í Eþíópíu, ef svo fer fram sem horfir. Mark Lowcock, sem heldur utan um og samræmir neyðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna, greinir frá þessu í skýrslu til Öryggisráðsins.

„Mikil hætta er á hungursneyð [í TIgray-héraði] ef neyðaraðstoð verður ekki aukin á næstu tveimur mánuðum,“ skrifar Lowcock. „Í dag standa minnst 20 prósent íbúa á svæðinu frammi fyrir mikilli óvissu um það, hvernig þau eiga að afla sér matar.“

Sex mánaða vopnaskak

Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, sendi stjórnarherinn til Tigray fyrir rúmu hálfu ári, til að bróta á bak aftur valdabrölt fyrrverandi pólitískra samherja sinna í héraðsstjórninni og vopnaðra sveita á hennar vegum. Sagðist hann þá fullviss um að fullnaðarsigur ynnist á skömmum tíma, en bardagar standa þó enn.