Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bólusetning forgangshópa langt komin á Norðurlandi

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Um 2.100 skammtar af bóluefni bárust til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í dag. Um 1.700 skammtar af Pfizer og tæplega 400 skammtar af AstraZeneca.

Pfizer-bóluefnið verður notað í seinni sprautu þeirra sem fengu Pfizer 4.-7. maí og hjá þeim sem fengu AstraZeneca fyrir 12 vikum og fá Pfizer í seinni bólusetningu.

Þá verður Pfizer-efnið meðal annars notað til að bólusetja leikskólakennara, kennara, starfsmenn félagsþjónustu og foreldra barna með lang­vinna sjúk­dóma. AstraZeneca-bóluefnið verður notað í seinni skammt bólusetningar.

Í tilkynningu á vef HSN kemur fram að í lok næstu viku eigi að vera langt komið eða búið að bólusetja alla forgangshópa á svæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.