Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Þyrla kölluð til eftir vélsleðaslys

Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan - RÚV
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til laust fyrir hádegi í dag til að flytja vélsleðamann sem lenti í slysi á Mýrdalsjökli á Landspítalann. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Þyrlan var á flugi við Skaftafell þegar hún var kölluð til en sá slasaði var kominn á Landspítalann um tuttugu mínútur yfir eitt. Ekki er vitað um ástand þess slasaða.

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV