Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Bandaríkin refsa fyrir stríðið í Tigray

24.05.2021 - 03:54
epa08844224 (FILE) The Ethiopian National Defence conducts exercises in the inaugural event of Sheger park during a military parade in Addis Ababa, Ethiopia 10 September 2020 (issued 26 November 2020). The prime minister of Ethiopia Abiy Ahmed, on 26 November 2020. ordered the army to move on the embattled Tigray regional capital after a 72 hour ultimatum to surrender had expired. Ethiopia?s military intervention comes after Tigray People's Liberation Front forces allegedly attacked an army base on 03 November 2020 sparking three weeks of unrest.  EPA-EFE/STR
Hermenn Eþíópíuhers sýna bryndreka sína á hersýningu í höfuðborginni Addis Abeba Mynd: epa
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gærkvöld að eþíópískir og erítreskir ráðherrar, herforingjar og aðrir sem kyntu undir ófriðarbálinu í Tigray-héraði sæti refsingum. Þeim sem gerðust sekir um það verður neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, að sögn AFP fréttastofunnar.

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu að fólkið í Tigray sé enn beitt mannréttindabrotum og grófu ofbeldi. Eþíópískir og erítreskir hermenn hafa komið í veg fyrir að mannúðaraðstoð komist til héraðisins, og ráðamenn hafa ekki tekið nein skref í átt að lausn á óöldinni í Tigray. Blinken segir Bandaríkin ætla að draga verulega úr efnahags- og varnaraðstoð til Eþíópíu, en ætli að halda áfram að veita mannúðaraðstoð.

Átök brutust út í Tigray þegar eþíópíski forsætisráðherrann Abiy Ahmed sendi stjórnarherinn til að handsama leiðtoga Þjóðfrelsisfylkingar Tigray, TPLF. Sagði hann það í hefndarskyni vegna árása TPLF á bækistöðvar hersins. Hinu megin frá réðust svo Erítrear á Tigray, og eru báðar hersveitir sakaðar um fjöldamorð og önnur gróf ofbeldisverk.