Hraunið skríður niður eins og jarðýta

Mynd: Skjáskot: Hákon Halldórsson / RÚV
Hraun rennur nú niður í Nátthaga frá eldstöðvunum við Fagradalsfjall. Í gær byrjaði hraun að renna yfir eystri varnargarðinn sem reistur var í naflausa dalnum syðst í Meradölum.

Lítill hrauntaumur náði á fjórða tímanum í nótt yfir vestari varnargarðinn. Hraunrennslið er þó mjög lítið enn sem komið er.  Yfirborð hraunsins var í gær orðið jafnhátt og jafnvel hærra en varnargarðurinn og því líklegt að hraunið renni einnig þar yfir á næstunni.

Nokkur fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í gær til að verða vitni að hraunrennslinu niður í Nátthaga. Þeirra á meðan var Hákon Halldórsson sem tók meðfylgjandi myndskeið og gaf fréttastofu góðfúslegt leyfi til að birta. Þar sést hvernig glóandi hraunið rennur yfir eldra hraun seinni partinn í gær og skríður fram eins og jarðýta. 

Fréttin hefur verið uppfærð

Mynd: Skjáskot: Hákon Halldórsson / RÚV