Úrslit Eurovision 2021

Úrslit Eurovision 2021

22.05.2021 - 18:26

Höfundar

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 fer fram í Ahoy-höllinni í Rotterdam klukkan sjö í kvöld og að henni lokinni verður ljóst hvaða land stendur uppi sem sigurvegari í keppninni árið 2021.

Daði og gagnamagnið flytja lagið 10 Years fyrir hönd Íslands og eru þau tólftu í röðinni að þessu sinni. Íslenska atriðið er líka það eina sem ekki fær að stíga á svið í keppninni þar sem smit greindust innan íslenska hópsins í vikunni. Ísland tekur engu að síður þátt og sýnd verður upptaka af annarri æfingu hópsins, sú sama og tryggði þeim sæti í úrslitunum síðasta fimmtudag.

Löndin sem taka þátt munu koma fram í þessari röð. Atkvæði dómnefnda frá hverju landi vega svo helming á móti atkvæðum kjósenda í símakosningu.

1. Kýpur
2. Albanía
3. Ísrael
4. Belgía
5. Rússland
6. Malta
7. Portúgal
8. Serbía
9. Bretland
10. Grikkland
11. Sviss
12. Ísland
13. Spánn
14. Moldóva
15. Þýskaland
16. Finnland
17. Búlgaría
18. Litháen
19. Úkraína
20. Frakkland
21. Aserbaíjan
22. Noregur
23. Holland
24. Ítalía
25. Svíþjóð
26. San Marínó

Þulur er Gísli Marteinn Baldursson. Útsendingin er á sama tíma á RÚV 2 með táknmálstúlkun. Here you can watch the competition with English commentary.