„Þetta er það sætasta sem ég hef séð“

Úrslitastund í Eurovison
 Mynd: Gísli Berg - RÚV

„Þetta er það sætasta sem ég hef séð“

22.05.2021 - 23:43

Höfundar

Íslendingar fóru mikinn á Twitter í kvöld eins og venjulega þegar stórir sjónvarpsviðburðir fara fram. Sólborg Guðbrandsdóttir benti á þessa mynd sem náðist í kvöld af Árnýju og Daða og er líklega sú allra sætasta sem tekin hefur verið af keppendum í Eurovision frá upphafi.

Twitter-heimur logaði eins og alltaf þegar þjóðin sameinast yfir Eurovision. Keppnin var æsispennandi í ár en veðbankar höfðu rétt fyrir sér þegar þeir héldu því fram að Ítalir myndu standa uppi sem sigurvegarar. Stórkostlegur árangur Daða og gagnamagnsins duldist þó engum og Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, sem er einn stærsti sigur okkar í sögu Eurovision. Eins og venjulega vildu margir tjá sig um það sem fram fór og nokkur þeirra tísta, sem merkt voru myllumerkinu #12stig, stóðu upp úr að vanda.


Edda Falak nýtti til tækifærið og tjáði sig um fegurð Árnýjar Fjólu, sem er óumdeild.


Haukur Bragason hafði orð á því hve mikill svipur er með svisslenska keppandanum Gjon's tears og Níels Thibaud Girerd leikara.


Kolbrún Birna furðar sig á náðargáfu Daða Freys sem hefur sent frá sér þrjú Eurovision-lög sem öll hafa orðið geysivinsæl, geri aðrir betur.


Hin gríska Stefania dansaði með nokkuð dularfullu fólki, sem með tæknibrellum virtist gegnsætt. Ari Eldjárn gat sér hins vegar til um að þessir dansarar væru ekki á sviðinu, því þeir væru í sóttkví með COVID-19 smit. Fatnaðurinn sæi því um að taka sporin í fjarveru þeirra.


Sóli Hólm tekur ofan fyrir hinum breska James Newman sem lét ekki á sig fá þó hann færi stigalaus upp á hótelherbergi eftir kvöldið.


Það er engin spurning að Daði er einn hávaxnasti keppandinn að þessu sinni, svo hávaxinn meira að segja að hann virðist vera að brjóta sér leið út úr skjánum heima hjá Árna Torfasyni.


Loks var það aktívistinn og söngkonan Sólborg Guðbrandsdóttir sem benti á þessa mynd sem er líklega sú allra sætasta sem tekin hefur verið af keppendum í Eurovision frá upphafi.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Ítalía vann Eurovision — Ísland í fjórða sæti

Menningarefni

Jaja Ding dong gæinn gaf Sviss tólf stig