Twitter-heimur logaði eins og alltaf þegar þjóðin sameinast yfir Eurovision. Keppnin var æsispennandi í ár en veðbankar höfðu rétt fyrir sér þegar þeir héldu því fram að Ítalir myndu standa uppi sem sigurvegarar. Stórkostlegur árangur Daða og gagnamagnsins duldist þó engum og Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, sem er einn stærsti sigur okkar í sögu Eurovision. Eins og venjulega vildu margir tjá sig um það sem fram fór og nokkur þeirra tísta, sem merkt voru myllumerkinu #12stig, stóðu upp úr að vanda.
Edda Falak nýtti til tækifærið og tjáði sig um fegurð Árnýjar Fjólu, sem er óumdeild.