Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

„Okkur finnst frábært að sýna Gagnamagninu stuðning“

Mynd: Lyrika / Lyrika

„Okkur finnst frábært að sýna Gagnamagninu stuðning“

22.05.2021 - 14:45

Höfundar

Söngflokkurinn Lyrika flytur syrpu af Eurovision lögum Daða og Gagnamagnsins sem þær syngja og útsetja án hljóðfæra, til stuðnings íslensku keppendunum í Rotterdam.

Lyrika er sönghópur sem upprunalega var skipaður fjórum vinkonum sem allar kynntust í kórastarfinu hjá Jóni Stefánssyni í Langholtskirkju. Á síðasta ári fluttist ein til Svíþjóðar og í dag eru þær því þrjár eftir.

Söngfuglarnir heita Ester Auðunsdóttir, Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir og Sigrún Ósk Jóhannesdóttir.

Til að hita upp fyrir Eurovision úrslitin í kvöld ákváðu þær að spreyta sig á laginu 10 years, sem er eins og allir vita framlag Íslands í ár. Þar sem lög Daða og gagnamagnsins á þessum vettvangi eru orðin þrjú ákváðu þær í staðinn að blanda þeim saman í eina Euro-syrpu. Útsetninguna og danssporin sömdu þær sjálfar og eru afar ánægðar með útkomuna. „Okkur finnst frábært að sýna Gagnamagninu stuðning á þennan hátt eftir hindranahlaup vikunnar,“ segir tríóið.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá blöndu söngsveitarinnar Lyrika af lögunum Is This Love? Think About Things og 10 Years með Daða og Gagnamagninu, í flutningi Lyriku.

Tengdar fréttir

Tónlist

Kjósendur Daða fengu skemmtileg myndbönd að launum

Menningarefni

„Eina jákvæða og skemmtilega lagið í öllu sjóvinu“