Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Logandi hraunflaumurinn rennur niður í Nátthaga

Mynd með færslu
 Mynd: skjáskot af Facebook - RÚV
Hraun er tekið að renna á miklum hraða niður í Nátthaga. Ótrúlegar myndir náðust af því þegar logandi hrauntungan teygir sig niður hlíðina úr nafnlausa dalnum, syðst í Meradölum um nýjan farveg niður í Nátthaga.

Elvar Þór Ólafsson hefur verið á svæðinu í morgun og fylgst með framvindunni. Hann tók meðfylgjandi myndskeið sem sýna hversu miklir kraftar eru að verki í hraunrennslinu.