Jaja Ding dong gæinn gaf Sviss tólf stig

Mynd: RÚV / RÚV

Jaja Ding dong gæinn gaf Sviss tólf stig

22.05.2021 - 22:28

Höfundar

Leikarinn Hannes Óli Ágústsson kynnti dómaraatkvæðin fyrir hönd Íslands rétt í þessu og kvaðst bara vilja gefa Jaja Ding Dong tólf stigin sín, og vitnaði þar í hlutverk sitt í Eurovision-kvikmyndinni The Story of Fire Saga.

Hann gaf sig þó að lokum og veitti tárum Guðjóns, eða Gjons Tears frá Sviss tólf stig Íslendinga.

Sviss leiðir eins og staðan er en Ísland er í fimmta sæti. Staðan breytist hratt.