Ítalía vann Eurovision — Ísland í fjórða sæti

Mynd: EPA-EFE / ANP POOL

Ítalía vann Eurovision — Ísland í fjórða sæti

22.05.2021 - 22:49

Höfundar

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór fram í Ahoy-höllinni í Rotterdam í 65. skipti á laugardag og það voru rokkararnir í Måneskin sem tryggðu Ítölum sigurinn í ár með lagið Zitti E Buoni. Ísland lenti í fjórða sæti í keppninni í ár, sem er frábær árangur.

Laginu sem er kraftmikið rokklag, sungið á frummálinu, hefur lengi verið spáð góðu gengi og jafnvel sigri. Sigurinn er líka þeirra að þessu sinni. Måneskin kom sá og sigraði hjörtu evrópubúa með töffarastælana að vopni og fékk 524 stig.

Í öðru sætinu var Frakkland með lagið Voilà með Barböru Pravi, með 499 stig. Í því þriðja var svo Sviss með lagið Tout l'univers með Gjön's Tears með 432 stig.

Daði og gagnamagnið stóðu sig auðvitað frábærlega eins og þeirra er von og vísa. Þau fylgdust með upptöku af sjálfum sér á sviðinu frá hótelinu sem þau dvelja á, en þeim var ekki heimilt að vera í höllinni á úrslitunum vegna COVID smits sem kom upp í hópnum í síðustu viku og höfnuðu í fjórða sæti með 378 stig.

Í fimmta sæti var Úkraína, Finnland í því sjötta, Malta í sjöunda og Litáen í áttunda sæti. Hér er hægt að sjá niðurstöður kvöldsins í heild sinni á heimasíðu Eurovision.

Árangur Íslands er með þeim bestu í Eurovision-sögu landsins. Ísland hefur tvisvar náð öðru sæti, en náði einnig fjórða sætinu með laginu Eitt lag enn árið 1990.

Mynd: EBU / EBU

Tengdar fréttir

Menningarefni

Jaja Ding dong gæinn gaf Sviss tólf stig

Menningarefni

Daði og gagnamagnið fá tólf stig frá Austurríki

Menningarefni

Daða og gagnamagninu ákaft fagnað í Ahoy-höllinni