Daði og gagnamagnið fá tólf stig frá Austurríki

Myndir teknar þegar Daði og Gagnamagnið horðu á sig keppa í Eurovision.
 Mynd: Gísli Berg - RÚV

Daði og gagnamagnið fá tólf stig frá Austurríki

22.05.2021 - 22:08

Höfundar

Austurríki gerði grein fyrir dómnefndaratkvæðum sínum rétt í þessu og Daði og gagnamagnið fengu sína fyrstu tólfu. Mikið var fagnað á hótelinu þar sem Daði og gagnamagnið dvelja og fylgjast spennt með keppninni.

Sem stendur er Ísland í fjórða sæti hjá dómurum og spennan magnast. Frakkar leiða en Sviss og Malta fylgja þeim fast á hæla. Staðan breytist hratt!

Mynd með færslu
 Mynd: Eurovision