Fagnaðarlætin í Ahoy-höllinni í Rotterdam voru gríðarleg þegar Daði hrópaði „Thank you Europe!“ eftir glæsilegan flutning á laginu 10 Years. Það er ljóst að Daði á sér aðdáendur í salnum og auðvitað um allan heim og má telja líklegt að einhverjum tólfum verði kastað í okkur miðað við viðtökurnar.
Sjáðu atriði 10 Years og fagnaðarlætin í spilaranum hér fyrir ofan.