Daða og gagnamagninu ákaft fagnað í Ahoy-höllinni

Mynd: EBU / EBU

Daða og gagnamagninu ákaft fagnað í Ahoy-höllinni

22.05.2021 - 20:11

Höfundar

Daði og gagnamagnið voru númer tólf í röðinni á Eurovision í kvöld og var atriði þeirra sýnt rétt í þessu og hlaut rífandi viðtökur áhorfenda í sal. Önnur æfing þeirra í Rotterdam var sýnd á skjánum og fengu Gagnamagnarar að fylgjast með útsendingunni frá hótelinu, þar sem þau eru í sóttkví.

Fagnaðarlætin í Ahoy-höllinni í Rotterdam voru gríðarleg þegar Daði hrópaði „Thank you Europe!“ eftir glæsilegan flutning á laginu 10 Years. Það er ljóst að Daði á sér aðdáendur í salnum og auðvitað um allan heim og má telja líklegt að einhverjum tólfum verði kastað í okkur miðað við viðtökurnar.

Sjáðu atriði 10 Years og fagnaðarlætin í spilaranum hér fyrir ofan.