Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Slökktu varðeld skólabarna í Öskjuhlíð

21.05.2021 - 13:43
Mynd með færslu
 Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæð
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í dag vegna elds í Öskjuhlíð í Reykjavík. Þar höfðu nemendur og kennarar í grunnskóla í borginni kveikt varðeld sem var slökktur í flýti.

Slökkviliðið greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að starfsmenn hafi verið fræddir um hættuna sem opinn eldur getur valdið þessa dagana. Öll meðferð elds er bönnuð á höfuðborgarsvæðinu en hættustig er í gildi víða á vestan- og sunnanverðu landinu. Almannavarnir hvetja til þess að fólk á þessu svæði kveiki hvorki eld innandyra né utandyra, og það á við um kamínur, grill og varðeld. Þá er hvatt til þess að fólk sleppi því að grilla og noti ekki verkfæri sem hitna mikið.