Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Segir engar líkur á að fá að koma í tónleikahöllina

Mynd: Gísli Berg / RÚV

Segir engar líkur á að fá að koma í tónleikahöllina

21.05.2021 - 10:02

Höfundar

Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, segir engar líkur í dag á því að Daði og Gagnamagnið fái að koma í Ahoy tónleikahöllina í Rotterdam á morgun þrátt fyrir að hafa komist í úrslit Eurovision í gær. Það skiptir þó miklu máli að áhorfendur heima í stofu sjá ekki endilega að atriðið sé tekið upp.

Hulda Geirsdóttir ræddi við Felix í Morgunútvarpinu. 

Sama upptakan verður notuð á morgun og í gær. Hann segist hafa barist mikið fyrir því að ekki sjónvarpsáhorfendum yrði ekki sýnt að verið væri að spila upptöku. 

„Það kom sem sagt skot í lokin þar sem þeir sýna okkur í sjónvarpinu að þetta sé á skjá á sviðinu, og þetta gerðu þeir til dæmis hjá Ástralíu. Við báðum um að þetta skot yrði tekið út, einfaldlega vegna þess að þetta gerir okkur eitthvað öðruvísi en hin,“ sagði Felix.

Ef Ísland myndi nú vinna, sitja þau þá bara uppi á hótelherbergi? Fær einhver að vera í salnum?  „Nei, því miður það er ekki útlit fyrir að við fáum að vera þar. Ég mun fara aðeins inn í umræðuna við EBU  eða Eurovision í dag en það eru engar líkur til þess í augnablikinu.“

 

Tengdar fréttir

Tónlist

Daði og Gagnamagnið tólfta atriðið á morgun

Tónlist

 „Ég vona að ég komist í salinn á laugardaginn“