Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Íslendingar velja Euphoria sem besta Eurovision-lagið

Svipmyndir frá lokaæfingu, tjaldabaki og keppinni.
---
Photo credit: Pressphotos.biz/Geirix Úrslit Söngvakeppninnar 2016 fóru fram í Laugardalshöll 20. febrúar 2016.
 Mynd: GeiriX - RÚV

Íslendingar velja Euphoria sem besta Eurovision-lagið

21.05.2021 - 15:47

Höfundar

Í dag voru kynntar niðurstöður úr alþjóðlegri kosningu þar sem hægt var að kjósa sín uppáhalds Eurovision-lög úr 65 ára sögu keppninnar. Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja og ljóst er að okkar eigin framlög eru vinsæl á meðal íslenskra kjósenda þrátt fyrir að Svíar eigi besta Eurovision-lag allra tíma að mati Íslendingar. Niðurstöðurnar voru kynntar í Popplandi á Rás 2 í dag.

Niðurstöðurnar gefa til kynna að Íslendingar séu almennt ánægðir með eigin framlög en af þeim 50 bestu lögunum að mati íslenskra kjósenda eru níu íslensk lög. Þar má til dæmis finna framlög Hatara, Páls Óskars, Icy auk lagsins Congratulations sem Silvía Nótt flutti við litla hrifningu Evrópubúa. 

Í efsta sæti listans er Euphoria með sænsku söngkonunni Loreen en lagið sló rækilega í gegn og vann keppnina árið 2012. Í öðru sæti er Jóhanna Guðrún með Is It True og ABBA-flokkurinn hirðir bronsið með Waterloo frá árinu 1974. Frændhyglin virðist einnig sterk hjá íslenskum kjósendum en átta efstu lögin eru frá Norðurlandaþjóðum. Á eftir Íslandi eru Svíar og Norðmenn með sex lög, Danir eiga þrjú en Finnar einungis eitt lag. 

Ef marka má kosninguna virðist 2019 hafa verið besta ár í sögu Eurovision en fjögur lög keppninnar ná á topp 50 lista Íslendinga. 

Listinn í heild sinni.

1. Loreen - Euphoria (Svíþjóð 2012)
2. Jóhanna Guðrún - Is It True? (Ísland 2009)
3. ABBA - Waterloo (Svíþjóð 1974)
4. Selma - All Out of Luck (Ísland 1999)
5. Olsen Brothers - Fly on the Wings of Love (Danmörk 2000)
6. Hatari - Hatrið mun sigra (Ísland 2019)
7. Alexander Rybak - Fairytale (Noregur 2009)
8. Stefán & Eyfi - Draumur um Nínu (Ísland 1991)
9. Ruslana - Wild Dances (Úkraína 2004)
10. Dana - All Kinds of Everything (Írland 1970)
11. Umberto Tozzi & Raf - Gente di mare (Ítalía 1987)
12. Lordi - Hard Rock Hallelujah (Finnland 2006)
13. The Common Linnets - Calm After the Storm (Holland 2014)
14. Salvador Sobral - Amar pelos dois (Portúgal 2017)
15. Il Volo - Grande amore (Ítalía 2015)
16. Marija Šerifović - Molitva (Serbía 2007)
17. Johnny Logan - Hold Me Now (Írland 1987)
18. Gigliola Cinquetti - Non ho l'età  (Ítalía 1964)
19. Måns Zelmerlöw - Heroes (Svíþjóð 2015)
20. Páll Óskar - Minn hinsti dans (Ísland 1997)
21. Stjórnin - Eitt lag enn (Ísland 1990)

22. Brotherhood of Man - Save Your Kisses for Me (Bretland 1976)
23. Rollo & King - Never Ever Let You Go (Danmörk 2001)
24. Céline Dion - Ne partez pas sans moi (Sviss 1988)
25. Nicole - Ein bißchen Frieden (Þýskaland 1982)
26. Eurobandið - This Is My Life (Ísland 2008)
27. Sébastien Tellier - Divine (Frakkland 2008)
28. Mahmood - Soldi (Ítalía 2019)
29. Helena Paparizou - My Number One (Grikkland 2005)
30. Lena - Satellite (Þýskaland 2010)
31. Mørland & Debrah Scarlett - A Monster Like Me (Noregur 2015)
32. Blanche - City Lights (Belgía 2017)
33. Sandra Kim - J'aime la vie (Belgía 1986)
34. Bobbysocks! -La det swinge (Noregur 1985)
35. ICY - Gleðibankinn (Ísland 1986)
36. Conchita Wurst - Rise Like a Phoenix (Austurríki 2014)
37. Wig Wam - In My Dreams (Noregur 2005)
38. Brainstorm - My Star (Lettland 2000)
39. KEiiNO - Spirit in the Sky (Noregur 2019)
40. Verka Serduchka - Dancing Lasha Tumbai (Úkraína 2007)
41. Duncan Laurence - Arcade (Holland 2019)
42. Secret Garden - Nocturne (Noregur 1995)
43. Silvía Nótt - Congratulations (Ísland 2006)
44. Jessy Matador - Allez Ola Olé (Frakkland 2010)
45. Herreys - Diggi-Loo Diggi-Ley (Svíþjóð 1984)
46. Carola - Fångad av en stormvind (Svíþjóð 1991)
47. Johnny Logan - What's Another Year (Írland 1980)
48. Domenico Modugno - Nel blu, dipinto di blu (Ítalía 1958)
49. Emmelie de Forest - Only Teardrops (Danmörk 2013)
50. Sanna Nielsen - Undo (Svíþjóð 2014)