Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Enn tekist á við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem

Palestinians clash with Israeli security forces at the Al Aqsa Mosque compound in Jerusalem's Old City Monday, May 10, 2021. Israeli police clashed with Palestinian protesters at a flashpoint Jerusalem holy site on Monday, the latest in a series of confrontations that is pushing the contested city to the brink of eruption. Palestinian medics said at least 180 Palestinians were hurt in the violence at the Al-Aqsa Mosque compound, including 80 who were hospitalized. (AP Photo/Mahmoud Illean)
 Mynd: AP
Yfir tuttugu slösuðust þegar Palestínumönnum og ísraelskum lögreglumönnum lenti saman við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í dag. Flytja þurfti tvo á sjúkrahús.

Að sögn fréttamanns AFP-fréttastofunnar á staðnum beitti lögreglan höggsprengjum og gúmmíhúðuðum byssukúlum gegn óvopnuðum Palestínumönnunum. Nokkrir þeirra svöruðu með því að grýta lögregluna. Meðal annars var skotið á hóp manna sem stóðu utan við moskuna og ræddu saman, einn með bænamottu yfir öxlinni.

Til mótmæla kom í dag í Betlehem, Hebron og Nablus. Nokkrir eru sagðir hafa slasast. 

Vopnahléð sem ísraelsk stjórnvöld og Palestínumenn á Gaza sömdu um í gærkvöld hefur ekki verið rofið. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV