Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Daði og Gagnamagnið líklega stigahá í undankeppninni

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - Eurovision

Daði og Gagnamagnið líklega stigahá í undankeppninni

21.05.2021 - 14:35

Höfundar

Daði og Gagnamagnið verða tólfta atriðið í lokakeppni Eurovision í Rotterdam á morgun. Hópurinn er ánægður með uppröðunina og telur að hún bendi til þess þau hafi verið stigahá í undankeppninni.

Þetta sagði Felix Bergsson í Morgunútvarpinu á Rás 2.

„Við erum á eftir Sviss, sem mér líst mjög vel á, og ég held þessi röð bendi til þess við höfum fengið mjög góða kosningu í gær. Ég held að ef kosningin hefði verið verri hefðu þau sett okkur framar“ sagði Felix Bergsson. „En þeir setja okkur svona um miðbik sýningarinnar sem bendir til þess að stigagjöfin hafi verið góð.“

Íslenska atriðinu er eins og stendur spáð sjötta sæti í flestum veðbönkum og telja þeir aðeins 6% líkur á sigri Íslands. Áður en undankeppnin fór fram spáðu veðbankar Íslandi öðru sæti í þeirri keppni og töldu 93% líkur á að atriðið kæmist áfram í lokakeppnina.

Hópurinn er vel stemmdur og ánægður eftir gærdaginn og Felix segir að þau séu brött miðað við óvenjulegar aðstæður: „Þetta er svolítið mikið öðru vísi, það verður ekki sagt annað. En þetta var óskaplega skemmtilegt í gær.“

Eins og greint hefur verið frá fylgdist íslenski hópurinn með útsendingunni í gær á hótelherbergjum sínum, vegna COVID-19 smits liðsmanna. Í keppninni stigu þau því ekki á svið, heldur var spiluð upptaka frá lokaæfingu.

Tengdar fréttir

Tónlist

Segir engar líkur á að fá að koma í tónleikahöllina

Tónlist

Daði og Gagnamagnið tólfta atriðið á morgun

Innlent

Daði Freyr: Smitið kemur okkur í opna skjöldu