Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Barist við skógarelda í Grikklandi

21.05.2021 - 14:55
epa09215287 Thick smoke over the city of Athens due to the fire in the dense pine forest of Schinos in Loutraki, Athens, Greece, 20 May 2021. Sixty-two fire engines crewed by 182 firefighters, seven teams of firemen on foot, a special Fire Brigade vehicle and water-dropping helicopters were out battling the blaze. Several villages have already been evacuated around the dense pine forest of Schinos, where the fire broke out late on 19 May and where high winds are fanning it.  EPA-EFE/PANTELIS SAITAS
Reykur frá skógareldunum náði til Aþenu í gær. Mynd: EPA-EFE - ANA-MPA
Hátt á þriðja hundrað grískir slökkviliðsmenn hafa síðan í gær barist við skógarelda í fjalllendi í um níutíu kílómetra frá höfuðborginni Aþenu. Að sögn talsmanns almannavarna eru veðurskilyrði til slökkvistarfs mun betri í dag en í gær.

Fimmtán flugvélar eru notaðar til að halda eldunum í skefjum. Vonir standa til að tökum verði náð á þeim áður en langt um líður. Áætlað er að um það bil fjörutíu ferkílómetrar skóglendis hafi brunnið. Hundruð íbúa í meira en tíu þorpum hafa verið flutt á brott í öryggisskyni. Þá hafa tvö klaustur á svæðinu verið rýmd. Nokkur íbúðarhús eru brunnin, sömuleiðis vínekrur og annað ræktarland.

Reykur frá eldunum hefur náð til Aþenu og víðar. Því er beint til fólks að vera ekki á ferðinni og loka dyrum og gluggum. Engan hefur sakað til þessa. Eldurinn kom upp á miðvikudag þegar verið var að brenna gróðurleifar í ólífulundi. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV