Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Áfram grímuskylda í Strætó

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Það verður áfram skylda að bera andlitsgrímur í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tilslakanir í sóttvarnaraðgerðum breyta því ekki starfsemi Strætó.

Þetta kom fram í tilkynningu frá Strætó.

Grímuskyldan nær til allra farþega, auk bílstjóra, að undanskildum börnum fæddum 2005 eða síðar.

Strætó minnir á einstaklingsbundnar smitvarnir og biður fólk að nota ekki almenningssamgöngur finni þeir til flensueinkenna.

Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, í starfsnámi á fréttastofu RÚV.