Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sjáðu atriði Daða og Gagnamagnsins í Eurovision

Mynd: Skjáskot / Eurovision

Sjáðu atriði Daða og Gagnamagnsins í Eurovision

20.05.2021 - 20:02

Höfundar

Rétt í þessu var myndband af flutningi Daða og Gagnamagnsins á laginu 10 Years sýnt í Eurovision. Áhorfendur í sal fögnuðu ákaft eftir atriðið.

Eins og frægt er orðið gátu Daði og Gagnamagnið ekki stigið á svið í Rotterdam í kvöld en í staðinn var myndband af lokaæfingu hljómsveitarinnar notað. Daði Freyr sagði að æfingin hefði lukkast með stakri prýði og hljómsveitin stæði 100% með þeim flutningi. 

Atriði Íslands var áttunda atriðið í kvöld af 17 atriðum en tíu þjóðir fara áfram í úrslitakeppnina sem er á laugardaginn. Veðbankar virðast enn hafa tröllatrú á íslenska laginu og teljar miklar líkur á að lagið fari áfram.

Hægt er að horfa atriði Daða og Gagnamagnsins hér að ofan.

Tengdar fréttir

Menningarefni

„Við stöndum 100% með þessum flutningi“