Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Katrín og Lavrov ræddust við

Mynd: Guðmundur Bergkvist / RÚV
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hittust á fundi í Hörpu síðdegis. Þau ræddu saman að loknum fundi Norðurskautsráðsins sem haldinn var í dag.

Þar með hafa utanríkisráðherra bæði Bandaríkjanna og Rússlands rætt við forsætisráðherra meðan á Íslandsreisu þeirra vegna fundar Norðurskautsráðsins stendur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Katrínu, Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Guðna Th. Jóhannesson forseta á þriðjudag. Blinken er nú farinn af landi brott.