Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Blinken farinn af landi brott

20.05.2021 - 14:55
Mynd: AP / AP
Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er farinn af landi brott, að loknum ráðherrafundi Norðurskautsráðs.

Blinken átti fundi með íslenskum ráðamönnum hér á landi og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands.  Þar talaði hann fyrir því að áfram yrði lögð áhersla á friðsamlega samvinnu og umhverfismál, öryggi á hafi og velferð frumbyggja. 

 Næsti áfangastaður Blinken er Grænland. Þar á hann fund með Múte Bourup Egede, formanni landstjórnar Grænlands.  

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV