Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

„Ég lofa því að gera mitt besta“

18.05.2021 - 21:37
Mynd: Freyr Arnarson / Freyr Arnarson
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, tók í kvöld við embætti forseta borgarstjórnar Reykjavíkurhún hlaut 22 atkvæði, en einn fulltrúi skilaði auðu.  Pawel Bartoszek, forveri Alexöndru í starfi, þakkaði fyrir sig og fól henni fundarstjórnina formlega, að kjörinu loknu.

„Þetta var virkilega ánægjulegt, sérstaklega hvað það var mikill samhljómur og ég vona bara að okkur takist að vinna vel saman, að þessu markmiði sem er að stjórna þessari borg í sameiningu fyrir hönd íbúanna og í þágu þeirra,“ sagði Alexandra Briem þegar hún tók við embættinu. Þá þakkaði hún borgarfulltrúum traustið. „Það er gaman að við höfum getað gert þetta svona í sameiningu svona í ljósi þess að það er táknrænt að í fyrsta skipti á heimsvísu, held ég, sé transmanneskja sem gegnir þessu embætti. Ég skal lofa því að gera mitt besta.“