Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Banna útflutning nautakjöts til að hamla verðhækkunum

epa08939309 Employees of a refrigerator work with beef in Buenos Aires, Argentina, 12 January 2021 (issued 15 January). The consumption of beef by Argentines, whose table can not miss the roast, fell to its historical minimum in 2020, about 49.7 kilograms per person, due to the fall in purchasing power and an opening towards chicken meat and pork.  EPA-EFE/JUAN IGNACIO RONCORONI
 Mynd: epa
Stjórnvöld í Argentínu, fjórða mesta útflutningslandi nautakjöts í heiminum, tilkynntu í gærkvöld að ekkert nautakjöt yrði selt þaðan til annarra landa næstu 30 dagana hið minnsta. Er þetta gert til að hamla gegn verðhækkunum á nautakjöti á innanlandsmarkaði, segir í tilkynningu stjórnvalda. 819.000 tonn af nautakjöti voru flutt út frá Argentínu í fyrra.

Argentínumenn seldu 819.000 tonn af nautakjöti úr landi í fyrra. Nautakjöt er óvíða í jafnmiklum hávegum haft og  í Argentínu. Neysla þess hefur þó dregist mikið saman þar í landi síðustu misseri og var í sögulegu lágmarki í fyrra. 

Í tilkynningu stjórnvalda segir að „vegna viðvarandi hækkunar á verði nautakjöts á innanlandsmarkaði hefur ríkisstjórnin ákveðið að innleiða ýmsar ráðstafanir til að koma skikki á markaðinn, draga úr braski og hindra skattaundanskot í útflutningsviðskiptum. Útflutningur nautakjöts verður því takmarkaður næstu 30 daga, á meðan verið er að innleiða þessar ráðstafanir.“

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV