Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Skrifstofur Rauða hálfmánans sprengdar á Gaza

epa09207471 Smoke rise after an Israeli air strike in Gaza City, 17 May 2021. In response to days of violent confrontations between Israeli security forces and Palestinians in Jerusalem, various Palestinian militants factions in Gaza launched rocket attacks since 10 May that killed at least six Israelis to date. Gaza Strip's health ministry said that at least 65 Palestinians, including 13 children, were killed in the recent retaliatory Israeli airstrikes. Hamas confirmed the death of Bassem Issa, its Gaza City commander, during an airstrike.  EPA-EFE/HAITHAM IMAD
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Sprengjur Ísraelshers hæfðu höfuðstöðvar katarska Rauða hálfmánans á Gaza í kvöld. 

Tveir Palestínumenn biðu bana og tíu eru særðir. Í færslum Rauða krossins á Íslandi á samfélagsmiðlum segir að óbreyttir borgarar, heilbrigðisstarfsfólk, sjúkrabílar, sjúkrahús, hjálparstarfsfólk og skrifstofur séu ekki og megi ekki vera skotmörk. Alþjóðleg lög um slíkt séu skýr.

Átök hafa staðið milli Ísraels- og Palestínumanna í átta daga og hafa yfir tvö hundruð Palestínumenn og tíu Ísraelar beðið bana. 

Utanríkisráðuneytið áréttaði í tilkynningu í kvöld að íslensk stjórnvöld sendu inn yfirlýsingu á fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær þar sem allar árásir á óbreytta borgara voru fordæmdar. „Þetta kom skýrt fram á fundi utanríkisráðherra með utanríkismálanefnd um hádegisbil í dag,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Tilkynningin var send út í kjölfar ummæla Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í kvöldfréttum RÚV þar sem hún sagði að ríkisstjórnin hefði ekki fordæmt árásir Ísraelshers á saklausa borgara í Palestínu.