Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Egyptar opnuðu landamærin að Gasa

epa09205397 Palestinian civil defense men search for people between the rubble of destroyed houses after an Israeli air strike in Gaza City on, 16 May 2021. Thirteen Palestinian were killed and more than 40 others wounded after an Israeli air strike in Gaza. In response to days of violent confrontations between Israeli security forces and Palestinians in Jerusalem, various Palestinian militants factions in Gaza launched rocket attacks since 10 May that killed at least nine Israelis to date. According to the Palestinian Ministry of Health, at least 139 Palestinians, including 39 children, were killed in the recent retaliatory Israeli airstrikes.  EPA-EFE/MOHAMMED SABER
Leitað að lifandi og látnum í rústum húsa sem lögð voru í rúst í loftárásum Ísraela á Gasa síðustu daga Mynd: EPA-EFE - EPA
Egyptar opnuðu í dag landamæri sín að Gasaströndinni, degi fyrr en ætlað var, og hafa hundruð Palestínumanna streymt yfir landamærin, þar á meðal fjöldi fólks sem særðist í loftárásum Ísraela um helgina. Landamærastöðinni við Rafah, einu landamærastoðinni milli Gasa og Egyptalands, var lokað í aðdragana Eid al-Fitr hátíðarinnar í síðustu viku og ekki stóð til að opna fyrir neina umferð þar í gegn fyrr en á mánudag.

Gegndarlausar og mannskæðar loftárásir Ísraelshers á íbúðabyggð á Gasasvæðinu, sem kostað hafa hátt í 200 mannslíf, urðu til þess að opnuninni var flýtt um einn dag, ekki síst til að koma særðum undir læknishendur. Hafa Egyptar sent fjölda sjúkrabíla eftir særðum Gasabúum síðan landamærin voru opnuð.

42 féllu í árásum Ísraela síðasta sólarhringinn. Af þeim tæplega 200 sem farist hafa í árásunum eru 58 börn og 34 konur. Ísraelar hófu loftárásir að nýju í kvöld, áttunda kvöldið í röð.