Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Stórvirkar vinnuvélar í kapphlaupi við náttúruöflin

Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný - RÚV
Stórvirkar vinnuvélar eru nú notaðar til að reyna að koma í veg fyrir að hraunið úr eldgosinu í Geldingadal renni úr nafnlausa dalnum svokallaða niður í Nátthaga. Þaðan eru aðeins nokkrir kílómetrar að Suðurstrandarvegi og komist hraunið þangað gæti það farið yfir niðurgrafinn ljósleiðara. Ekki er vitað hvaða áhrif það kynni að hafa.

Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir, fréttamaður, er stödd við eldgosið og tók myndina sem fylgir fréttinni.

Reisa á varnargarða og er það mat verkfræðinga að ekki megi bíða lengur. Þeir telja raunhæft að reisa svona hraunvarnir, það hafi verið gert í Vestmannaeyjum og á Hawaí. 

Ekki má fara mínúta til spillis því jarðeldarnir virðast frekar vera að sækja í sig veðrið heldur en hitt. Hraunflæði hefur verið 70 prósent meira en áður - en það telst óvanalegt því algengara er að það dragi úr eldgosum eftir að þau hefjast. 

Ítarlega verður fjallað um þessar varnir í kvöldfréttum klukkan 19.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV