Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Leystu upp mótmæli við sendiráð Ísraels í Danmörku

epa09199662 A demonstrator waves a Palestinian flag during a protest in solidarity with Palestinians, in Karameh, near the Palestinian border, Jordan, 14 May 2021. In response to days of violent confrontations between Israeli security forces and Palestinians in Jerusalem, various Palestinian militants factions in Gaza launched rocket attacks since 10 May that killed at least seven Israelis to date. According to the Palestinian Ministry of Health, 119 Palestinians, including 31 children, were killed as a result of the ongoing Israeli airstrikes on the Gaza Strip. Hamas confirmed the death of Bassem Issa, its Gaza City commander, during an airstrike.  EPA-EFE/MOHAMMAD ALI
Efnt var til samstöðu- og mótmælafunda víða um heim á laugardag, þar sem árásum Ísraela á Gasa var mótmælt og samstöðu lýst mað Palestínumönnum. Þessi mynd er tekin í Jórdaníu. Mynd: EPA-EFE - EPA
Til átaka kom milli lögreglu og nokkurra óeirðaseggja úr stórum hópi friðsamlegra mótmælenda við ísraelska sendiráðið í Danmörku í dag. Um fjögur þúsund manns söfnuðust saman við sendiráð Ísraels í Hellerup, skammt norður af Kaupmannahöfn, til að sýna Palestínumönnum samstöðu og mótmæla árásum Ísraelshers á Gasa, sem kostað hafa um 140 mannslíf.

Leyfi var veitt fyrir mótmælunum, sem efnt var til af nokkrum félagasamtökum og fóru friðsamlega fram lengst af. Þegar á leið tóku nokkrir úr hópi mótmælenda þó að ókyrrast og kasta grjóti, púðurkerlingum og fleira lauslegu að sendiráðinu. Skarst þá lögregla í leikinn og beitti hvorutveggja táragasi og kylfum til að hrekja óróaseggina á braut. Að sögn lögregluvarðstjórans Henriks Stormer voru þeir á bilinu 50 - 100 talsins, en enginn var handtekinn.