Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Keflavík og Stjarnan með sigra í úrslitakeppninni

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Keflavík og Stjarnan með sigra í úrslitakeppninni

15.05.2021 - 21:57
Deildarmeistarar Keflavík unnu sjö stiga sigur á Tindastóli í fyrsta leik liðanna átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Þá vann Stjarnan Grindavík í Garðabænum.

 

Stjarnan hafnaði í þriðja sæti deildarinnar en Grindavík í því sjötta. Stjarnan byrjai betur en Grindavík tók við sér þegar leið á fyrsta leikhluta og Stjarnan leiddi með einu stigi að honum loknum. Stjarnan bætti svo aðeins í í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 45-38 fyrir Stjörnunni.

Stjörnumenn leiddu allan leikinn en Grindavík komst næst þeim í þriggja stiga mun í lok þriðja leikhluta. Svo fór að Stjarnan vann að lokum öruggan sigur 90-72. Grindvíkingar eru því 1-0 yfir í einvíginu en næsti leikur liðanna er í HS Orku höllinni í Reykjanesbæ á þriðjudaginn kemur.

Deildarmeistararnir unnu með 7 stigum

Í hinum leik kvöldsins í 8-liða úrslitunum mættust deildarmeistarar Keflavíkur og Tindastóll. Þar var allt í járnum frá fyrstu mínútu og jafnt á öllum tölum eftir fyrsta leikhluta 20-20. Munurinn á liðunum jókst aðeins í öðrum leikhluta og Keflavík leiddi með sjö stigum í hálfleik 38-31.

Gestirnir frá Sauðárkróki voru hins vegar ekki alveg til í að gefa sig og eftir þriðja leikhluta munaði aðeins þremur stigum 57-54 fyrir Keflavík. Þrátt fyrir þrautseigju gestanna tókst Keflavík að landa sjö stiga sigri 79-71. Kefl­vík­ing­ar leiða þar með ein­vígið 1-0 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.
Annar leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn kemur á Sauðárkróki.