Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

WHO: Ekki tímabært að bólusettir láti grímuna falla

epa09194708 People queue up for the COVID-19 vaccination at Grand Central Terminal in New York, New York, USA, 12 May 2021. The pop-up site is part of a city-wide initiative to get more New Yorkers and tourists vaccinated. Those who receive the free vaccine, Johnson & Johnson's single-shot dose, will receive a free seven-day MetroCard pass. The walk-up vaccines will be offered at Penn Station, Grand Central Terminal, Broadway Junction, and other stations through 16 May.  EPA-EFE/Peter Foley
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með að þau sem fengið hafi bóluefni við COVID-19 beri áfram grímu þar sem kórónuveirusmit eru útbreidd. Þetta tilkynnti stofnunin í dag, degi eftir að bandarísk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu að bólusettir þyrftu ekki lengur að nota grímu.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin tengdi yfirlýsinguna ekki beint við ákvörðun Bandaríkjamanna en sagði að ekki mætti byggja ákvörðun um afléttingu á grímuskyldu einungis á góðum gangi í bólusetningu. „Þetta þarf að byggja á því hversu útbreidd veiran er í samfélaginu og hvaða afbrigði hennar,“ sagði Maria Van Kerkhove, umsjónarmaður COVID-mála hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Um það bil 60 prósent fullorðinna Bandaríkjamanna hafa verið bólusett og nýgengi smita hefur hríðlækkað á síðustu vikum. 

Þá sagði Soumya Swaminathan, yfirrannsakandi hjá stofnuninni, að bóluefnið veitti ekki fulla vörn gegn því að smitast og smita aðra, þótt það veitti góða vörn gegn veikindum. „Þú getur verið einkennalaus, eða jafnvel með örlítil einkenni, eftir bólusetningu. Bólusetning er ekki gulltrygging gegn því að smita aðra. Þess vegna þurfum við áfram aðrar smitvarnir, eins og grímur og nálægðartakmarkanir, þar til langflestir eru bólusettir og smit verða mjög fátíð.“

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV