Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar í haust. Í framboðstilkynningu segist hann vonast eftir því að komast í annað af tveimur efstu sætunum.
Vilhjálmur var alþingismaður fyrir Suðvesturkjördæmi frá 2013 til 2017 og varaþingmaður Suðvesturkjördæmis í júní 2020.
Í framboðstilkynningu segist hann stoltur af þingferli sínum. Ekki fjölda mála sem hann hefði lagt fram heldur þeim þingmálum ríkisstjórnarinnar sem hann greiddi götu.
Á undanförnum sex árum hafi hann skrifað um 180 greinar um stjórnmál auk þess sem málefn lífeyrissjóða hafi verið honum ofarlega í huga.