Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ragnar Þór - Pink Floyd og Neil Young

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Ragnar Þór - Pink Floyd og Neil Young

14.05.2021 - 17:35

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Hann mætir með uppáhalds Rokkplötuna klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Everybody Knows This is Nowhere, önnur sólóplata Neil Young, en hún kom út þennan dag árið 1969.

Everybody Knows This Is Nowhere er tímamótaplata, fyrsta platan sem hann gerir með hljómsveitinni Crazy Horse sem hefur fylgt honum síðan og gert með honum 12 hljóðversplötur og nokkrar tónleikaplötur.

Það eru fjögur lög á plötunni sem hafa verið tiðir gestir á tónleikaprógrami Neil allar götur síðan platan kom út, lögin Cinnamon Girl, Down by the River, titillagið og Cowgirl in the Sand. Og það sem meira er, Neil samdi þau öll sama daginn þegar hann var veikur með næstum 40 stiga hita.

Platan fór hæst í 34. sæti bandaríska vinsældalistans þegar hún kom út en hefur selst jafnt og þétt síðan hún kom út.

Árið 2003 lenti í hún sæti 208 á lista Rolling Stone yfir 500 bestu plötur sögunnar og þegar listinn var uppfærður 2020 var hún komin í sæti 407. Og í bók Colin Larkin sem kom út árið 2000 og heitir All Time Top 1000 Albums lenti platan í 124. sæti.

 

Power Palladin - Kraven the hunter
Dimma - Skuggamyndir
The Cult - Fire woman
Frank Turner - The gathering
The Struts - We will rock you
VINUR ÞÁTTARINS
Johnny Winter - Rock me baby
Neil Young & Crazy Horse - Everybody knows this is nowhere (Plata þáttarins)
SÍMATÍMI
Stiff Little Fingers - Suspect device
Alice Cooper - Poison (óskalag)
Black Ingvars - Har kommer Pippi Langstromp (óskalag)
Fiddlehead - Down university
Volcanova - I´m off (óskalag)
Vintage Caravan - Sharp teeth
Cleopatrick - Belly button blues
The Black Keys - Poor boy a long way from home
Deep Purple - Hey Joe (óskalag)
Neil Young & Crazy Horse - Down by the river (Plata þáttarins)
GESTUR ÞÁTTARINS - RAGNAR ÞÓR INGÓLFSSON
Pixies - Bone machine
RAGNAR II
Pink FLoyd - Welcome to the machine
RAGNAR III
Pink Floyd - Have a cigar
Neil Young & Crazy Horse - Cowgirl in the sand (Plata þáttarins)

 

Tengdar fréttir

Popptónlist

Eva Ásrún - Eicosa og Nirvana

Popptónlist

Jón Óskar - Bowie og The Who

Popptónlist

Rolling Stones - Black and Blue

Popptónlist

AC/DC - Highway to Hell