Líkir lífinu í Buckinghamhöll við Truman Show

epa09013012 (FILE) - Britain's Prince Harry, Duke of Sussex (R) and his wife Meghan, Duchess of Sussex visit Canada House in London, Britain, 07 January 2020 (reissued 14 February 2021). The Duke and Duchess of Sussex are expecting their second child, a spokesperson for the couple has confirmed on 14 February 2021.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
 Mynd: Facundo Arrizabalaga - EPA-EFE

Líkir lífinu í Buckinghamhöll við Truman Show

14.05.2021 - 10:54

Höfundar

Harry Bretaprins líkir lífinu í Buckinghamhöll við kvikmyndina Truman Show og segist hafa flutt vestur um haf til að forða börnum sínum frá vítahring sársauka og þjáningar sem gangi nánast í erfðir í bresku konungsfjölskyldunni. Hann var tvítugur þegar hann áttaði sig á að hann vildi ekki vinna innan hirðarinnar eftir að hafa séð hvernig það lék móður hans, Díönu prinsessu.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Harry í hlaðvarpi bandaríska leikarans Dax Shepard.  Viðtalið hefur, kannski eðlilega, vakið mikla athygli í Bretlandi og bæði BBC og Guardian hafa fjallað um það.

Harry segist í viðtalinu nánast hafa verið neyddur til að sinna skyldum sínum sem prins á yngri árum. „Ég hef séð hvað gerist á bak við tjöldin og ég veit hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni. Ég vil ekki vera hluti af þessu. Þetta er blanda af Truman Show og dýragarði,“ segir Harry í viðtalinu.

Truman Show er kvikmynd eftir Ástralann Peter Weir með Jim Carrey í aðalhlutverki. Aðalpersónan, Truman, áttar sig á að hann er miðpunkturinn í umfangsmiklum raunveruleikaþætti. Líkt og Harry siglir Truman sína leið og segir skilið við gerviheim sinn. 

Ummæli Harrys um föður sinn, Karl ríkisarfa, hafa vakið hvað mesta athygli. Harry segir föður sinn hafa alið sig upp á sama hátt og hann var alinn upp og þannig viðhaldið vítahring sársauka og þjáningar. „Og ég spurði mig; hvernig get ég komið í veg fyrir að það sama gerist með börnin mín?“  Hann hafi sett andlega heilsu og fjölskyldu sína í fyrsta sæti og flutt vestur um haf.

Harry segir Meghan Markle eigi stóran þátt í opna augu hans. Hún hafi hvatt hann til að leita sér hjálpar hjá þegar hún sá að eitthvað var að. „Hún áttaði sig á að ég þjáðist og að það voru vissir hlutir sem gátu gert mig alveg brjálaðan og ég hafði enga stjórn á.“

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Harry varpar ljósi á lífið í Buckingham-höll. 

Hann og Meghan ræddu brotthvarf sitt frá bresku hirðinni við sjónvarpskonuna Opruh Winfrey fyrr á þessu ári. Þar greindu þau meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimur hefði viðrað áhyggjur sínar af litarhafti sonar þeirra. Þá sagðist Meghan ekki hafa fengið neina hjálp þegar hún glímdi við andleg veikindi.

Tengdar fréttir

Erlent

Breska konungsfjölskyldan í bobba

Erlent

Breska konungsfjölskyldan í bobba

Stjórnmál

Breskir miðlar undirlagðir af Harry og Meghan viðtalinu

Erlent

Breska konungsfjölskyldan og kynþáttafordómar