Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Guterres kallar eftir tafarlausu vopnahléi

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvetur Ísraela og Palestínumenn til að láta af öllu vopnaskaki og semja um vopnahlé án tafar. „Af virðingu við inntak Eid-hátíðarinnar, þá bið ég um að dregið verði úr spennu og öllum átökum hætt í Gasa og Ísrael tafarlaust," skrifar Guterres. „Of margir saklausir borgarar hafa dáið nú þegar. Þessi átök geta aðeins leitt til aukinna öfga og ofstækis í þessum heimshluta öllum."

Eid al-Fitr er ein helsta trúarhátíð múslíma. Hún markar endalok föstumánaðarins ramadan og stendur í þrjá daga.