Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Vara við skelfilegu menningarslysi í Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja
 Mynd: RÚV

Vara við skelfilegu menningarslysi í Hallgrímskirkju

13.05.2021 - 05:48

Höfundar

Félagar í Tónskáldafélagi Íslands furða sig á fréttum af þróun tónlistarmála í Hallgrímskirkju og hvetja yfirstjórn kirkjunnar til að forða „því skelfilega menningarslysi“ sem þeir telja að felist í brotthvarfi kantors og kóra kirkjunnar. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Tónskáldafélags Íslands í gær.

Þar segir að Hallgrímskirkja hafi „verið í fararbroddi í sönglífi þjóðarinnar síðustu fjörutíu árin“ undir forystu Harðar Áskelssonar kantors. Nú hafi það gerst að sóknarnefnd kirkjunnar hafi leyst þetta tónlistarstarf upp og kantorinn hverfi á braut með kórana með sér.

Þetta harmar aðalfundur Tónskáldafélagsins og brýnir yfirstjórnendur kirkjunnar til að grípa í taumana og forða þannig „því skelfilega menningarslysi sem hér hefur verið í uppsiglingu.“

Í ályktun tónskáldanna segir að menningarstarfið í Hallgrímskirkju varði alla landsmenn og sé „það krúnudjásn í starfi þjóðkirkjunnar sem sú stofnun má síst án vera.“ Í niðurlagi ályktunarinnar er listafólki Hallgrímskirkju þakkað fyrir gefandi samstarf á liðnum áratugum, með von um að það samstarf haldi áfram um ókomna tíð. 
 

Tengdar fréttir

Tónlist

Veit ekki hvað verður um kórastarf í Hallgrímskirkju

Trúarbrögð

Mótettukórinn ætlar að fylgja Herði úr Hallgrímskirkju