
Sósíalistaflokkurinn vill stofnun ofbeldiseftirlits
Þetta kemur fram í því sem flokkurinn kallar þriðja tilboð sitt og var lagt fram í dag, uppstigningardag. Einkum skuli eftirlitið beina sjónum þangað sem valdajafnvægi sé ríkjandi vegna tekju- eða aldursmunar, ólíks uppruna, stöðu eða valds.
Mikilsvert sé að auka vitund allra um líkamlegar og afleiðingar ofbeldis.
„Kynbundið ofbeldi er alvarlegt mein í samfélaginu sem veldur stórkostlegum persónulegum skaða, dregur úr virkni fólks og veldur útbreiddu óöryggi í samfélaginu. Það er því til mikils að vinna að draga sem mest úr þessum faraldri.“
Sömuleiðis leggur Sósíalistaflokkurinn til að stofnuð verði sérstök lögreglu- og ákærustofnun sem sérhæfi sig í rannsókn og meðferð kynbundinna ofbeldismála og styðji við brotaþola á öllum stigum máls.
Þeim verði jafnframt tryggð gjafsókn til að reka einkamál gegn brotamönnum, viðeigandi meðferð og greiðslur úr opinberum sjóðum þegar ekki fást bætur í einkamálum.