Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ísraelar senda herlið að landamærum Gaza

13.05.2021 - 13:39
Erlent · Asía · Ísrael · Palestína · Stjórnmál
epaselect epa09192927 Smoke and flames rise after an Israeli airstrike on Gaza City, 12 May 2021. At least one woman was killed after 130 rockets, fired by Hamas from the Gaza strip, fell on Tel Aviv and neighbouring Israeli cities. A day earlier and in response to days of violent confrontations between Israeli security forces and Palestinians in Jerusalem, Palestinian militants factions in Gaza launched rocket attacks that killed two Israelis in the city of Ashkelon. Israel Defense Forces (IDF) said they hit over 100 targets in Gaza Strip during retaliatory strikes in the night between 10 and 11 May. The Health Ministry of Gaza strip said that at least 30 people, including children, were killed from the Israeli airstrikes. Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu said on 11 May that they will increase the rate and intensity of the strikes.  EPA-EFE/HAITHAM IMAD
Reyk leggur yfir Gazaborg eftir loftárás Ísraelshers. Mynd: EPA-EFE - EPA
Átökin fyrir botni miðjarðarhafs stigmagnast dag frá degi en tugir hafa látist í loftárásum síðustu daga og hundruð særst. Óttast er að hörð átök brjótist út við landamærin að Gaza en Ísraelar hafa sent fjölmennt herlið að landamærunum.

Ísraelskt herlið er nú að koma sér fyrir við landamærin en átök hafa harðnað síðustu daga og ekkert lát á loftárásum. 83 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraela frá því um helgina og hátt í fimm hundruð særst. Fjöldi íbúðarhúsa, meðal annars þrjár íbúðablokkir, eru rústir einar eftir árásir síðustu daga. Og þótt drægni palestínsku eldflauganna sé takmörkuð og þær langflestar skotnar niður af loftvarnakerfi Ísraela hafa nokkrar þeirra ratað til jarðar Ísraelsmegin landamæranna og valdið þar manntjóni.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman til neyðarfundar á morgun til að ræða ástandið og hefur Ísraelum og Palestínumönnum verið boðið að senda fulltrúa á fundinn. Þá hefur fjöldi ríkja kallað eftir friðsamlegri lausn en lítið borið á vilja til samninga með Ísraela og Palestínumanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hvatti til stillingar í ræðu sem hann flutti í gærkvöld og sagði að árásunum verði að linna. Ekki aðeins loftárásum milli stríðandi fylkinga heldur einnig árásum á borgarana, en mörg dæmi eru um síðustu daga að hópar gyðinga hafi ráðist á araba á götum úti, og arabar á gyðinga, og barið til óbóta. Mark Regev, einn aðalráðgjafa Netanjahús segir tilgangslaust að semja um vopnahlé til skamms tíma því því án lausnar í deilunni sem báðir aðilar geti sætt sig við verði friðurinn skammvinnur.  Regev segir ólíklegt að átökunum linni í bráð.

Stjórnmálaskýrendur telja að þetta ástand geti jafnvel varað í nokkrar vikur en til að því linni þurfi báðar fylkingar að geta lýst yfir sigri, Hamas-liðar þurfi að geta sagt að þeim hafi tekist að verja Palestínumenn og Jerúsalem og Ísraelar að þeir hafi varist árásunum, og látið þá sem ráðist að Ísraelum iðrast gjörða sinna. Það eru þó ekki allir svo svartsýnir. Joe Biden bandaríkjaforseti hefur verið að miðla málum og segir líklegt að átökunum ljúki fljótlega.