Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fundi öryggisráðsins frestað

epa04947535 United Nations Headquarters' General Assembly Building (L) and Secretariat Building (R) in New York City, New York, USA, 24 September 2015. Pope Francis will address the UN General Assembly 25 September and the UN Development Summit and General Assembly will take place from 25 September through 03 October with more than 150 heads of state in attendance.  EPA/MATT CAMPBELL
 Mynd: EPA
Bandaríkin frestuðu í dag fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem halda átti á morgun um átökin í Ísrael. Þetta kemur fram í svari forseta ráðsins  við spurningu AFP-fréttastofunnar.

Antony Blinken, utanríksráðherra Bandaríkjanna, sagði aðspurður Bandaríkin ekki vera að blása fundinn af heldur fresta honum. Hann kveðst búast við að hann verði haldinn snemma í næstu viku. 

Þremur eldflaugum var skotið frá Líbanon í átt að norðurhluta Ísrael síðdegis í dag. Danska ríkisútvarpið hefur þetta eftir ísraelska hernum og að flaugarnar hafi lent í Miðjarðarhafinu.

Hvorki hafi manntjón né eignatjón orðið. Enn hefur ekkert heyrst frá stjórninni í Líbanon eða Hezbollah-samtökunum og enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.  

Samkvæmt upplýsingum AFP-fréttastofunnar hafa 87 fallið í valinn á Gaza-svæðinu frá því á mánudag og yfir 500 særst. Sjö hafa farist í Ísrael samkvæmt sömu heimildum, þar á meðal sex ára barn eftir að eldflaug hæfði heimili þess.