Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Eldur í húsi við Haðarstíg í miðborg Reykjavíkur

Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi við Haðarstíg í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Mikill eldur logaði þegar slökkviliðið bar að. Engan sakaði.

Að sögn slökkviliðsmanns á vettvangi sem fréttastofa ræddi við leit þetta ekki vel út. Slökkviliðið komst inn í húsið og að vel gekk að slökkva eldinn en enginn var heima þegar eldurinn kviknaði. 

„Greinilega búinn að krauma þarna eldur og ná upp góðum þrýstingi en ekki búinn að brjóta glugga.“ Töluvert þurfti að rífa inni í húsinu.

„Þetta er eins og þessi gömlu hús, viðarklætt og töluvert einangrað með sagi. Þannig að við erum að rífa það og hreinsa.“ 

Fréttin var uppfærð klukkan 18:54

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV