Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Hæglætisveður áfram næstu daga

12.05.2021 - 06:44
Mynd með færslu
 Mynd: Ingi R. Ingason - RÚV
Áfram er heldur tilþrifalítið veður í kortunum. Spáð er hægum vindi og björtu veðri, en gera má ráð fyrir smáskúrum á víð og dreif sunnan- og vestanlands. Hiti á bilinu eitt til níu stig í dag, en víða frost í nótt.

Spáð er austlægri eða breytilegri átt á morgun, golu eða kalda. Víða verða skúraleiðingar, en að mestu verður þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 3 til 9 stig. Á föstudag er útlit fyrir svipað veður áfram.

Lygnt var við gosstöðvarnar í nótt og því hætta á að gas safnist fyrir nærri þeim. Hæg vestlæg átt 3 til 8 metrar á sekúndu upp úr hádegi þannig að gasið berst þá til austurs og norðausturs. Gasið gæti þá borist yfir byggð á vestanverðu Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV