Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Tvö þyrluútköll í kvöld vegna slasaðs göngufólks

11.05.2021 - 21:24
Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan - RÚV
Björgunarsveit í Borgarfirði var kölluð út rétt fyrir klukkan átta í kvöld vegna konu sem slasaðist á fjallgöngu í Kvígindisfelli norðaustur af Hvalvatni. Konan hafði hrasað í hlíðum fellsins og slasast á fæti og gat því ekki gengið niður. Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands fóru á vettvang með fjórhjól og búnað, til þess að hlúa að konunni og flytja hana niður. Þyrla Landhelgisgæslunnar náði svo í konuna.

Rétt fyrir klukkan átta voru björgunarsveitir í Árnessýslu einnig kallaðar út vegna konu sem hafði slasast á göngu norðan við Hengilinn, innarlega í Skeggjadal. Nú eru fimm hópar frá björgunarsveitum á leið á vettvang í Skeggjadal ásamt þyrlunni sem er nýkomin af vettvangi í Borgarfirði.

 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV