Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Forsætisráðherra bólusett með Pfizer

Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, bættist í hádeginu í hóp ráðherra sem hafa fengið bóluefni við COVID-19. Hún mætti í gulum bol í Laugardalshöll og fær seinni sprautuna eftir þrjár vikur. Aðrir ráðherra sem hafa fengið bóluefni eru meðal annars Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem bæði voru bólusett með AstraZeneca.

Þá hafa sóttvarnalæknir og landlæknir einnig verið bólusett en Víðir Reynisson, sem hefur verið hluti af þríeykinu, verður ekki bólusettur þar sem hann hefur þegar fengið COVID-19.