Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Tafir á Vesturlandsvegi vegna umferðarslyss

10.05.2021 - 08:09
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Miklar tafir eru á umferð á Vesturlandsvegi til vesturs við Ártúnsbrekku í Reykjavík vegna umferðarslyss í morgun. Tveir strætisvagnar lentu saman, en engir farþegar voru í þeim þegar slysið varð.

Öðrum vagninum var ekið aftan á hinn og ökumaður annars þeirra var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en sjúkralið þurfti að beita klippum til að ná honum úr vagninum. Þetta veldur eins og áður segir miklum töfum á umferð á Vesturlandsveginum en einnig hjá Strætó, því vagnarnir voru á leið í önnur verkefni og því búist við seinkunum fram eftir morgni. 
 

Uppfært kl. 9:00. Búið er að opna fyrir umferð á Vesturlandsvegi og ætti hún að fara að komast í eðlilegt horf, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV