Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Mörg hundruð flóttamenn til Lampedusa

10.05.2021 - 04:16
epa09187028 One of the two boats with a total of 415 migrants on board, in Lampedusa, Italy, 09 May 2021. The first wooden boat of 20 meters length, with 325 people on board, was intercepted eight miles off Lampedusa and the second one five miles off the coast and escorted by a security forces patrol boat to Favaloro Pier. On board were 90 migrants of different nationalities, 83 men, 6 women and a newborn baby.  EPA-EFE/ANSA
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Yfir 1.400 flóttamenn komu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa um helgina á fimmtán bátum. Í einum þeirra voru 400 um borð, þar af 24 konur og börn. Fólkið var af ýmsum þjóðernum að sögn AFP fréttastofunnar.

Matteo Salvini, leiðtogi hægri-flokksins Norðurbandalagsins, fordæmdi komu bátanna. Ítalir eigi nóg með sitt, milljónir eigi við vanda að stríða í landinu nú þegar og því geti ríkið ekki hugsað um þúsundir ólöglegra innflytjenda, hefur AFP eftir honum. Hann krafðist fundar með forsætisráðherranum Mario Draghi vegna málsins. Salvini bíður um þessar mundir réttarhalda á Sikiley fyrir að neita að leyfa flóttamönnum að koma í land á Ítalíu í innanríkisráðherratíð hans í ágúst 2019.

Hjálparsamtökin Alarm Phone kalla eftir aðstoð vegna fimm báta til viðbótar með um 400 manns um borð. Bátarnir eiga í vandræðum á maltnesku hafsvæði og er ástandið um borð orðið hættulegt að sögn samtakanna. 

Fjöldi hjálparsamtaka er með vakt á Miðjarðarhafi, á milli Norður-Afríku og Sikileyjar. Það virðist ein vinsælasta leið flóttamanna, en jafnframt ein sú hættulegasta. Um hálf milljón hefur náð landi á Ítalíu frá árinu 2015, en mörg hundruð hafa drukknað.