Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Lokað við jarðeldana vegna gróðurelda

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lokað er við gosstöðvarnar í dag vegna gróðurelda og óhagstæðrar vindáttar. Hæg norðanáttin gerir að verkum að hætta er á gas- og reykmengun á gönguleiðinni.

Eftir að kvikustrókavirkni breyttist fyrir skömmu hafa nokkrum sinnum kviknað gróðureldar í næsta umhverfi gíganna þar sem gjóska þeysist langt frá gígnum. Sumir hafa talið að nýjast sprungur gætu verið að opnast en enn sem komið er hefur sú ekki verið raunin.

Í dag er spáð hægri norðanátt á gosstöðvunum og því gæti lagt bæði reyk og gas yfir gönguleiðina þangað. Því ákvað lögreglustjórinn á Suðurnesjum að loka svæðinu í dag.

Hægt er að fylgjast með gosinu hér.